Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 27. júní 2025 21:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Hann uppsker fyrir sína vinnu og þolinmæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er mjög erfiður útivöllur. Ef einhver þekkir það að spila hérna fyrir norðan á Akureyri þá er það ég. Mér fannst við flottir í dag frá upphafi til enda. Að skora fimm mörk á móti KA gerist ekki oft á Greifavellinum," sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, eftir sigur Vals gegn KA í kvöld.

Lestu um leikinn: KA 2 -  5 Valur

„Þó svo að við höfum fengið á okkur tvö mörk þá var það ekkert út af því að varnarleikurinn var slakur. Þetta var í lok fyrri hálfleiks og lok seinni hálfleiks þegar við töldum að við gætum leyft okkur að slaka á. Það er góður lærdómur fyrir næstu leiki að það er enginn tími til að slaka á."

Tryggvi Hrafn Haraldsson var ekki í leikmannahópnum þar sem hann vaknaði með magapest í morgun. Adam Ægir Pálsson var í byrjunarliðinu og skoraði og átti stóran þátt í tveimur öðrum mörkum.

„Hann uppsker fyrir sína vinnu sem hann er búinn að leggja í og þolinmæði. Það er ekkert auðvelt fyrir hann að koma frá Ítalíu og bíða svona lengi eftir tækifæri. Búinn að koma inn á í öllum leikjum nánast. Ég sagði við hann að leggja hart á sig og halda haus, það er alltaf leiðin til þess að uppskera og hann átti frábæran leik í dag, ég er mjög ánægður með hann," sagði Túfa um Adam Ægi.
Athugasemdir
banner
OSZAR »