Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   fös 04. júlí 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ægir Jarl kemur ekki heim
Sá KR vinna FH á dögunum.
Sá KR vinna FH á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægir Jarl Jónasson, leikmaður AB í Danmörku, hefur síðustu vikur verið orðaður við heimkomu og verið sterklega orðaður við Fram þar sem hans gamli þjálfar, Rúnar Kristinsson, er við stjórnvölinn.

Fótbolti.net hafði samband við Ægi og staðfesti hann að hann væri ekki á leiðinni heim. Hann hélt til Danmerkur í sumarglugganum í fyrra og skrifaði undir tveggja ára samning.

AB er í C-deildinni í Danmörku og endaði síðasta tímabil virkilega vel.

Langtímamarkmið félagsins, sem er með jóhannes Karl Guðjónsson sem þjálfara, er að fara upp um deild.

Hjá AB er Ægir liðsfélagi Ágústs Hlynssonar og Adams Benediktssonar.
Athugasemdir
banner
OSZAR »