Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fös 27. júní 2025 21:40
Alexander Tonini
Siggi Höskulds: Ég held að Fjölnir hafi ekki fengið eitt einasta færi
Lengjudeildin
Siggi í Grafarvoginum í kvöld.
Siggi í Grafarvoginum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Töff leikur, erfiðar aðstæður, svolítið laus völlurinn. Rosalega stutt í einhver mistök þegar menn voru að renna. Ég var ánægður með að Fjölnisliðið reyndi að spila, en það var bara erfitt fyrir þá að reyna að komast í gegnum okkur. Við refsuðum þeim illilega og sérstaklega í seinni hálfleik", sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs eftir flottan útisigur sinna manna 5-0 á móti Fjölni.

Leikurinn sjálfur var algjör einstefna af hálfu gestanna og Fjölnismenn sáu aldrei til sólar. Lokatölur 5-0 gefa hárrétta mynd af leiknum hér í Grafarvoginum.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  5 Þór

Leikir Þórs í sumar hafa boðið upp á mörk bæði skoruð og fengin á sig. En með því að halda hreinu í þessum leik þá er liðið að tengja saman tvo leiki í röð án þess að fá á sig mark.

„Tveir sigurleikir í röð án þess að fá á okkur mark og lítið af færum. Ég held að Fjölnir hafi ekki fengið eitt einasta færi. Þetta var eitthvað sem við þurftum að taka til í, mér hefur fundist varnarleikurinn góður í sumar en öll færin hjá andstæðingunum hafa verið mörk. Núna kom ekkert færi og engin mörk, þannig að ég er sáttur."

„Já,já hann er mikið slasaður. Þetta var glórulaus tækling og bara með ólíkindum að hann hafi ekki farið út af með rautt spjald sem tæklaði hann", bætti Siggi við um glórulausa tæklingu Óskar Dags Jónassonar á 17. mínútu leiks þegar hann henti sér í skriðtæklingu aftan frá og stórslasaði Vilhelm Ottósson sem gat ekki gengið sjálfur af velli.

Siggi Höskulds vildi þó ekki tjá sig um dómgæsluna almennt en Gunnar Már þjálfari Fjölnis var ítrekið að missa sig á hliðarlínunni í leiknum vegna hennar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
OSZAR »