Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 02. júlí 2025 08:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Gyökeres virðist á leið til Arsenal
Viktor Gyökeres færist nær Arsenal.
Viktor Gyökeres færist nær Arsenal.
Mynd: EPA
Mirror segir að Arsenal sé komið í langt í viðræðum við Sporting Lissabon um kaup á sænska framherjanum Viktor Gyökeres.

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa Arsenal og Gyökeres nú þegar komist að munnlegu samkomulagi um fimm ára samning.

Arsenal hefur einnig verið að horfa til Benjamin Sesko hjá RB Leipzig en félagið ákvað að einbeita sér að Gyökeres.

Juventus og Manchester United hafa einnig reynt við Gyökeres en leikmaðurinn hefur ekki farið leynt með vilja sinn til að yfirgefa Sporting í sumar.
Athugasemdir
OSZAR »