Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 26. júní 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Suðurnesjaslagur í Lengjunni
Njarðvík mætir Keflavík
Njarðvík mætir Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík og Keflavík mætast í nágrannaslag í Lengjudeild karla klukkan 19:15 í kvöld.

Njarðvíkingar hafa farið mótið af stað með krafti en liðið er í öðru sæti með 17 stig, tveimur stigum frá toppnum á meðan Keflavík er með 12 stig í 7. sæti.

Selfoss og Smári eigast við í 2. deild kvenna klukkan 18:00 á JÁVERK-vellinum.

Selfyssingar eru með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en Smári án stiga á botninum.

Lengjudeild karla
19:15 Njarðvík-Keflavík (JBÓ völlurinn)

2. deild kvenna
18:00 Selfoss-Smári (JÁVERK-völlurinn)

Utandeild
20:00 Boltaf. Norðfj.-Einherji (Búðagrund)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 10 6 4 0 18 - 5 +13 22
2.    Njarðvík 10 5 5 0 24 - 10 +14 20
3.    HK 10 5 3 2 19 - 11 +8 18
4.    Þór 10 5 2 3 25 - 17 +8 17
5.    Þróttur R. 10 4 3 3 18 - 17 +1 15
6.    Völsungur 10 4 1 5 16 - 23 -7 13
7.    Keflavík 9 3 3 3 16 - 12 +4 12
8.    Grindavík 9 3 2 4 23 - 25 -2 11
9.    Fylkir 10 2 4 4 14 - 15 -1 10
10.    Leiknir R. 10 2 3 5 12 - 24 -12 9
11.    Selfoss 10 2 1 7 8 - 21 -13 7
12.    Fjölnir 10 1 3 6 11 - 24 -13 6
Athugasemdir
OSZAR »