Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fim 26. júní 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Fékk ríkisborgararétt 2019 og fer nú með Íslandi á EM - „Ótrúleg tilfinning"
Icelandair
EM KVK 2025
Natasha Anasi.
Natasha Anasi.
Mynd: KSÍ
Natasha fyrir leik Íslands og Þýskalands í fyrra. Hún átti frábæran leik þar í mögnuðum 3-0 sigri Íslands.
Natasha fyrir leik Íslands og Þýskalands í fyrra. Hún átti frábæran leik þar í mögnuðum 3-0 sigri Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha er á mála hjá Val.
Natasha er á mála hjá Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ótrúlegt. Ég er mjög spennt. Við erum að undirbúa okkur mjög vel hérna. Þetta er bara draumur," segir Natasha Anasi sem er á leið á Evrópumótið með Íslandi.

Íslenska landsliðið er núna statt í Stara Pazova í Serbíu þar sem það er í æfingabúðum fyrir EM sem fer fram í Sviss. Fyrsti leikur á EM er gegn Finnlandi næsta miðvikudag.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 eftir að hún spilaði fótbolta á Íslandi í fimm ár. Hún fæddist í Texas í Bandaríkjunum og var í Duke háskólanum, sem er mjög virtur íþróttaháskóli. Eftir háskólagönguna fór hún í ÍBV og var þar í þrjú tímabil. Svo lék hún með Keflvíkingum við frábæran orðstír frá 2017 til 2021 og Breiðabliki sumarið 2022. Hún fór til Noregs og samdi við Brann eftir það en sneri heim í fyrra og gekk í raðir Vals.

Eftir að hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt 2019 þá spilaði hún fyrsta landsleikinn með Íslandi gegn Norður-Írlandi árið 2020. Núna eru landsleikirnir orðnir níu talsins og er hún núna á leið á stórmót.

„Þetta var ótrúleg tilfinning," segir Natasha um hvernig það var þegar hún fékk að vita að hún væri í hópnum. „Ég var búin að vinna í þessu ótrúlega lengi og vonast eftir því að þetta myndi gerast. Svo gerist þetta bara. Ég er spennt að spila á stórmóti."

Natasha viðurkennir að þetta hafi verið ákveðinn draumur eftir að hún fékk íslenskan ríkisborgararétt og það hafi verið geggjað þegar hún fékk að vita að hún væri að fara með á mótið.

„Ég vildi þetta þegar ég komst að því að ég myndi spila með íslenska landsliðinu. En þegar ég fékk ríkisborgarétt þá var ég fyrst og fremst að gera það fyrir fjölskylduna mína og gera lífið mitt auðveldara þar sem ég bý á Íslandi. Svo kom kallið að spila fyrir íslenska landsliðið og það var geggjað. Þegar þú ert búin að komast aðeins inn í þetta þá er draumurinn að spila á stórmóti," segir Natasha.

„Það er mikið stolt sem fylgir því að spila fyrir Ísland. Þú finnur það hvernig fólk fylgir liðinu og styður við mann. Þú getur ekki annað en heyrt hjartað slá þegar þú heyrir íslenska þjóðsönginn."

Æfa í miklum hita í Serbíu
Síðustu daga hefur Ísland verið að undirbúa sig fyrir mótið í miklum hita í Serbíu og svo er leikur á morgun gegn heimakonum. Það er síðasti leikurinn fyrir mótið.

„Það er ótrúlega heitt en við höfum undirbúið okkur vel. Fyrstu tveir dagarnir eru búir að vera mjög góðir. Það er geggjað æfingasvæðið og allt í kringum þetta mjög flott. Það er næs að vera hérna," segir Natasha.

Markmiðið hjá íslenska liðinu er alveg skýrt og það er að fara upp úr riðlinum á EM.

„Auðvitað er það markmiðið okkar," segir Natasha en í viðtalinu hér að ofan ræðir hún til dæmis líka um Val. Hún er lykilkona þar en það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Valskonum í Bestu deildinni í sumar.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner
banner
OSZAR »