Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 28. júní 2025 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fenerbahce nær samkomulagi um kaupverð við Al-Nassr
Bíða með Jadon Sancho
Mynd: Al-Nassr
Kólumbíski framherjinn Jhon Durán er efstur á óskalista Fenerbahce þessa dagana þar sem José Mourinho þjálfari er gríðarlega spenntur fyrir því að fá leikmanninn í sínar raðir.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að Fenerbahce sé búið að ná samkomulagi við Al-Nassr um kaupverð fyrir Durán, sem skoraði 12 mörk í 18 leikjum í Sádi-Arabíu en líður illa í landinu.

Fenerbahce leggur nú allt púður í að ná samkomulagi við Durán um kaup og kjör, en leikmaðurinn fékk 320 þúsund pund í skattfrjáls vikulaun hjá Al-Nassr.

Ekki er greint frá kaupverðinu sem Fenerbahce greiðir til Al-Nassr, en það eru aðeins liðnir sex mánuðir síðan Al-Nassr keypti Durán frá Aston Villa fyrir 64 milljónir punda.

Fenerbahce hefur einnig verið orðað sterklega við Jadon Sancho, kantmann Manchester United, en hann er ekki í forgangi.
Athugasemdir
OSZAR »